Velkomin til PACTA Lögmanna

PACTA býður upp á alla almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Við veitum viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu á þrettán starfsstöðvum víðsvegar um land.
Lögmenn okkar veita lögmannsþjónustu byggða á þekkingu, trausti og áreiðanleika sem skila sér í faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum.
PACTA fyrirtækjaráðgjöf býður lögfræðiráðgjöf með áherslu á fyrirtækja- og fjármálarétt.
Hjá okkur starfa sérfræðingar á öllum sviðum félagaréttar sem hafa fjölbreytta reynslu af störfum á fjármálamarkaði og við lífeyrismál.
Persónuverndarlöggjöf veitir fyrirtækjum og sveitarfélögum tækifæri til framfara með bættri skráningu, vinnslu og vistun persónuupplýsinga og auknu gagnaöryggi.
Lögfræðingar PACTA veita ráðgjöf og þjónustu við innleiðingu á persónuverndarlöggjöfinni og taka að sér hlutverk persónuvendarfulltrúa hjá viðskiptavinum okkar.
Við sérhæfum okkur í að innheimta slysa- og skaðabætur eftir slys. Þegar slys hefur orðið er mikilvægt að fá réttar ráðleggingar um bótarétt sinn.
Innheimta slysa- og skaðabóta getur oft tekið langan tíma og er því nauðsynlegt að setja sig í samband við okkur sem fyrst eftir slys.
Hafðu samband, við viljum heyra í þér.
Hjá Pacta lögmönnum starfa vel á þriðja tug lögmanna og lögfræðinga á 13 starfsstöðvum víða um land. Pacta veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum alhliða lögfræðiþjónustu og ráðgjöf. Með samræmdu upplýsingakerfi og nútíma samskiptalausnum hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að reynslu og sérþekkingu annarra lögmanna stofunnar. Viðskiptavinir Pacta hafa ætíð góðan aðgang að öllum lögmönnum stofunnar, óháð því hvar á landinu þeir eru.
Pacta byggir á grunni Lögheimtunnar sem stofnuð var árið 1980 af Ásgeiri Thoroddsen hæstaréttarlögmanni og samstarfsmanni hans. Undanfarna áratugi hefur Lögheimtan verið stærsta lögmannsstofa landsins á sviði lögfræðilegrar innheimtu. Með sameiningu nokkurra lögmannastofa árin 2005 og 2006 varð Pacta til og fluttu til stofunnar reyndir lögmenn með alhliða þekkingu auk þess sem ráðið var inn fólk með reynslu á ýmsum sérsviðum.
Markmið Pacta er að veita viðskiptavinum um land allt gæða lögmannsþjónustu og ráðgjöf, byggða á þekkingu, trausti og áreiðanleika sem skilar sér í faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum.
Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf. Í gegnum aðild að The Parlex Group hefur Pacta byggt upp traust viðskiptasamband og persónulegt tengslanet við virtar lögmannsstofur víða um heim.
Þátttaka Pacta lögmanna í Parlex Group veitir viðskiptavinum okkar aðgang að sérfróðum lögmönnum í 25 löndum. Þannig tryggjum við viðskiptavinum okkar framúrskarandi lögfræðilega sérfræðiráðgjöf í mörgum af helstu viðskiptalöndum Íslendinga.
Skrifstofur Parlex lögmanna eru í eftirtöldum löndum: Austurríki, Bandaríkin, Belgía, Búlgaría, Danmörk, England, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ísrael, Ítalía, Kýpur, Lúxemborg, Malasía, Noregur, Portúgal, Pólland, Skotland, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.