Ný löggjöf um persónuvernd

Ný persónuverndarlöggjöf veitir fyrirtækjum og sveitarfélögum tækifæri til framfara með bættri skráningu, vinnslu og vistun persónuupplýsinga og auknu gagnaöryggi.

Ný löggjöf um persónuvernd

Breyttir tímar

Meginreglur um meðferð persónuupplýsinga má rekja til Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og Mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950. Ákvæði um friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi lögðu þar grunn að þeirri þróun sem síðan hefur orðið á sviði laga um persónuvernd.

Lesa meira

Aukin persónuvernd

Miklar framfarir á sviði tölvu- og upplýsingatækni undanfarin 10 til 20 ár hafa valdið sprengingu gagnamagns persónuupplýsinga í umferð. Almenn notkun internetsins, snjalltækja, tölvuskýja og samfélagsmiðla hefur svo enn aukið sjálfvirkni skráningar persónuupplýsinga.

Lesa meira

Nú þarf að bregðast við

Ný löggjöf um persónuvernd sem veitir einstaklingum aukin réttindi öðlast gildi í maí 2018.

Ný persónuverndarlöggjöf mun hafa mikil áhrif á störf sveitarfélaga hvað varðar vinnslu og meðferð þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með á degi hverjum. Fyrir allri vinnslu hvort sem upplýsingarnar teljast viðkvæmar eða ekki, þarf að vera skýr heimild.

Lesa meira

Algengar spurningar

Okkur berast reglulega spurningar um einstaka þætti nýju persónuverndarlöggjafarinnar.

Lesa meira