Daníel Reynisson hdl.

Daníel Reynisson hdl.

Suðurnes

Daníel varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 2005. Hann lauk  B.A. prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands í júní árið 2009 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla 2011. Lokaritgerð hans fjallaði um einelti meðal barna út frá sjónarhóli lögfræði og var hluti af þverfræðilegri rannsókn á vegum rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni.

Daníel starfaði sem lögfræðingur hjá Umferðarstofu frá 2011 til 2013 og sem lögfræðingur hjá Samgöngustofu frá 2013 til 2015. Hann gekk til liðs við PACTA Lögmenn haustið 2015.

Lokaritgerð Daníels fjallaði um einelti meðal barna út frá sjónarhóli lögfræði og var hluti af þverfræðilegri rannsókn á vegum rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni. Var riti, sem inniheldur samantekt og niðurstöður rannsóknarinnar, dreift í alla grunnskóla landsins. Hann hefur flutt þónokkra fyrirlestra um málefnið í kjölfar verkefnisins.

Daníel öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi vorið 2016.

Daníel hefur frá árinu 2012 verið bocciaþjálfari hjá Nes, íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum. Hann er mikill áhugamaður um íþróttir og stundar hlaup af miklu kappi. Hefur hann hlaupið fjölmörg maraþonhlaup og utanvegahlaup á borð við Laugavegshlaupið.