Unnar Steinn Bjarndal hrl.

Unnar Steinn Bjarndal hrl.

Suðurnes

Unnar Steinn varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi árið 2001. Hann lauk  B.Sc. prófi í viðskiptalögfræði frá lagadeild Háskólans á Bifröst 2004 og M.L prófi í lögfræði frá sama skóla 2006.

Unnar Steinn hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2007, réttindi sem löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali sama ár og málflutningsréttindi fyrir hæstarétti árið 2016. Hann lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst samhliða lögmannsstörfum árið 2013.

Unnar Steinn var sýslumannsfulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík árin 2005 til 2007. Hann starfaði sem lögmaður og eigandi Lögfræðistofu Suðurnesja frá árinu 2007 þar til hann gekk til liðs við PACTA Lögmenn í maí 2015.

Unnar Steinn er aðjúnkt við Háskólann á Bifröst en hefur einnig sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík og við Keili. Hann hefur einnig flutt fjölda fyrirlestra, aðallega á sviði íþrótta- og samningaréttar. Formaður Barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar árin 2012 til 2014. Viðurkenndur KSÍ umboðsmaður knattspyrnumanna (FIFA Players’ Agent). Unnar Steinn fékk á árinu 2005 UEFA-B þjálfararéttindi.