Guðný Petrína Þórðardóttir

Guðný Petrína Þórðardóttir

Reykjanesbær

Guðný varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 2003. Hún lauk B.A. prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands í október árið 2007 og meistaranámi frá sama skóla í október 2013. Lokaritgerð hennar fjallaði um gildissvið laga um opinber innkaup nr. 84/2007: inntak hugtakanna opinber innkaup og opinber aðili.

Guðný starfaði á Lögfræðistofu Suðurnesja árin 2007 til 2010. Meirihluta ársins 2014 vann Guðný hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur og Félagi atvinnurekenda eða þar til hún hóf störf hjá Lagardére Travel Retail, sem annast meirihluta veitingasölu í flugstöð Keflavíkurflugvallar. Þar vann Guðný í þrjú ár sem rekstrarstjóri og gæðastjóri. Guðný gekk til liðs við PACTA Lögmenn í janúar 2018.  

Guðný er fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og lék með Keflavík, Val og Breiðablik í efstu deild kvenna um árabil. Guðný er mikil áhugamanneskja um hreyfingu og útivist en hún hefur komið þó nokkuð að  þrek- og styrktarþjálfun síðastliðin tvö ár.