Þorsteinn Júlíus Árnason

Þorsteinn Júlíus Árnason

Reykjavík

Þorsteinn Júlíus er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Þorsteinn Júlíus er fæddur árið 1988. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2008, BA. prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013, meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla 2015 og LL.M. gráðu frá Edinborgarháskóla árið 2019. Þorsteinn fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2016 og CIPP/E vottun sem sérfræðingur í persónuvernd árið 2017.

Frá 2012 starfaði Þorsteinn hjá Motus og Lögheimtunni, bæði sem sumarstarfsmaður og samhliða námi. Eftir námslok í febrúar 2015 hóf hann störf hjá Pacta lögmönnum. Samhliða öðrum störfum veitti Þorsteinn greiðendaþjónustu Motus og Lögheimtunnar forstöðu frá 2016-2018.