Arndís Sveinbjörnsdóttir

Arndís Sveinbjörnsdóttir

Reykjavík

Arndís er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. 

Arndís er fædd árið 1983. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2003, BA. prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla 2009.

Arndís lauk LL.M. gráðu frá lagadeild University of Minnesota árið 2011 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2012. Hún hlaut svo leyfi sem löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali árið 2015.

Samhliða námi starfaði Arndís hjá Lögmannsstofu SS ehf. og einnig eftir nám. Arndís gekk til liðs við Pacta lögmenn í mars 2016.