Róbert Gíslason

Róbert Gíslason

Reykjavík

Róbert hefur starfað sem Rekstrastjóri Pacta lögmanna frá október 2019.

Róbert er fæddur árið 1972. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1992, lauk B.Sc. gráðu í Sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 1998 og meistaraprófi í Fjármálum fyrirtækja (Master of Corporate Finance) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013.

Á árunum 2009 til 2019 starfaði Róbert hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Libra (síðar Five Degrees Software) þá lengst af sem fjármálastjóri.  Áður hafði Róbert starfað sem fjármálastjóri GPG Seafood á Húsavík árin 2005 til 2009. Þar áður starfaði Róbert við viðskiptaþróun hjá Útgerðafélagi Akureyringa (Brim) árin 2002 til 2004 og frá 1998 til 2002 sem ráðgjafi hjá Maritech/Wise bæði á Íslandi og í Noregi.  Á árunum 1990 til 1997 var Róbert háseti á Vigra RE 71 hjá Ögurvík samhliða námi sínu.

Róbert hefur umsjón með daglegum rekstri Pacta lögmanna á landsvísu.