Stefán Þór Eyjólfsson

Stefán Þór Eyjólfsson

Reykjavík Austurland Suðurnes

Stefán Þór er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Stefán Þór er fæddur á Egilsstöðum þann 18. maí 1984. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 2004, B.A. prófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2008 og meistaraprófi (mag. jur.) frá sama skóla 2011, með réttarfar sem áherslusvið. Meistararitgerð hans var á sviði fullnusturéttarfars og fjallaði um beinar aðfarargerðir, efnisleg og réttarfarsleg skilyrði þeirra. Stefán öðlaðist réttindi til að vera héraðsdómslögmaður 2011. 

Samhliða námi starfaði Stefán hjá Landsbankanum, B.M. Vallá og embætti sýslumannsins á Eskifirði.

Þátttakandi í Norrænu málflutningskeppninni 2009. Námsvist við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla sama ár. Stefán var ráðinn til starfa hjá PACTA í mars 2011.

Um árabil hefur Stefán, samhliða námi og störfum, leikið knattspyrnu með Hetti á Egilsstöðum. Önnur helstu áhugamál eru skotveiði, tónlist og golf.